Þekking og reynsla

Smíðaþjónustan ehf. var stofnuð árið 1997 og frá upphafi var markmið fyrirtækisins að bjóða viðskiptavinum vandaða smíði og góða persónulega þjónustu. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Kristján Þorsteinsson. 

Reynsla. Frá stofnun hefur Smíðaþjónustan unnið að fjölda verkefna af ýmsum stærðum og gerðum, allt frá því að smíða staka skápa eða hillur að heildarsmíði á innréttingum fyrir heimili og fyrirtæki. Hjá fyrirtækinu starfa reynslumiklir fagmenn sem sérhæft hafa sig í ýmsum þáttum innréttingarsmíði, s.s. smíði, sprautun og uppsetningu.

Þjónusta. Fyrirtækið leggur alúð í hvert verkefni og leggur sig fram við að koma til móts við óskir viðskiptavina svo útkoman verði sem allra best. Við reynum eftir fremsta megni að veita góða þjónustu, m.a. með því að halda góðu sambandi bæði við hönnuði og viðskiptavini svo verkferlið gangi hnökralaust fyrir sig.

Gæði. Smíðaþjónustan leggur metnað sinn í að skila frá sér fyrsta flokks smíði sem stenst samanburð við það besta á sviði innréttinga. Við höfum starfað með mörgum af færustu hönnuðum og arkitektum landsins og getum aðstoðað viðskiptavini við að komast í samband við þá.

Smíðaþjónustan ehf.
Hyrjarhöfða 6, 110 Reykjavík
innretting@innretting.is
511 6090 / 896 8096

Hafðu samband