Vönduð sérsmíði innréttinga

Smíðaþjónustan býður sérsmíðaðar íslenskar innréttingar fyrir heimili og fyrirtæki þá sem leggja áherslu á gæði, fyrsta flokks hönnun og góða þjónustu. 

Heildarsmíði. Smíðaþjónustan sérhæfir sig í sérsmíði innréttinga fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir ásamt uppsetningu þeirra á verkstað. Fyrirtækið hefur yfir að ráða fullkomnum tækjakosti til að sinna stórum verkefnum og starfsmenn þess hafa mikla reynslu af því að vinna að slík verk.

Smærri verkefni. Smíðaþjónustan býður einnig uppá sérsmíði á smærri verkum og meðal þess sem fyrirtækið hefur smíðað í gegnum tíðina eru fataskápar, innihurðir, baðinnréttingar, eldhúsinnréttingar, borðstofuborð og margt fleira.

Tilboð. Fyrirtækið gerir fast tilboð í öll verk áður en hafist er handa. Að öllu jöfnu þurfa að liggja fyrir teikningar frá hönnuði eða arkitekt til þess að hægt sé að gera tilboð í verk. Fyrir smærri verkefni getur verið nægilegt að senda okkur skissur til að hægt sé að áætla kostnaðinn.

Smíðaþjónustan ehf.
Hyrjarhöfða 6, 110 Reykjavík
innretting@innretting.is
511 6090 / 896 8096

Hafðu samband